Sold out
Hönnun/Design: Miller Goodman.
PlayShapes er afar sérstakt kubbasett sem samanstendur af 74 geómetrískum viðar formum sem hægt er að raða eða stafla á ýmsa vegu og framkalla þannig hundruðir þrívíðra sköpunarverka sbr. manneskjur, andlit, dýr, farartæki, byggingar o.m.fl.
Settið er fallega unnið úr umhverfisvænum og endingargóðum gúmmívið sem er mjúkur og þægilegur viðkomu. Settinu fylgir afar fallegur áprentaður poki úr óbleiktri bómull ásamt bæklingi sem geymir fjöldan allan af hugmyndir af ólíkum samsetningum.
Settið hlaut hin virtu Parents Choice Awards.
Þar sem að settið inniheldur nokkra litla hluti er það merkt aldurshópnum þriggja ára og eldri. Þessa smáu hluti má þó að sjálfsögðu taka út og bæta inn í síðar.
Mál kassans: Lengd 21 cm. / Breidd 19 cm. / Hæð 15 cm.
Þyngd: 3,2 kg.