s

Dtile

DTILE / WE TILE THE WORLD.

Dtile eru einhverjar þær sveigjanlegustu flísar sem þú finnur á markaðnum í dag. Kerfið saman stendur af rúnuðum flísum (eða, construction flísum eins og við köllum þær) ásamt virkni flísum. Þetta sveigjanlega kerfi gerir það mögulegt að flísaleggja hvaða rými, hlut eða yfirborð sem er. Dtile umvefur yfirborðið líkt og teppi af flísum með einu og óslitnu lagi af flísavinnu.

 

Dtile má nota við nánast hvaða aðstæður sem er - hvort sem um ræðir gólf eða veggi, innandyra sem og utan, blautt eða þurrt, heima við, í opinberu- eða iðnaðarrými.

Okkur sjálfum þykja flísarnar að sjálfsögðu fallegar - en við erum ekki þeir einu um það. Heimsþekktir hönnuðir og arkitektar um víða veröld nota Dtile vegna stórkostlegra möguleika þeirra til að skapa falleg rými með kerfinu. Til dæmis ná nefna að Phillip Starck notaði Dtile fyrir veitingastað sinn "Ma Cocette" í París og Droog Design notaðist við flísarnar fyrir "Hotel Droog" í Amsterdam. Flísarnar hafa hlotið fjölmörg hönnunarverðlaun ásamt því að tilheyra varanlegri safneign nokkurra af helstu hönnunarsafna í Evrópu.

Hönnun þín: Þegar þú hefur ákveðið hvaða rými, hlut eða yfirborð þú hyggst flísaleggja ásamt litavali er kominn tími til að leggjast yfir hönnun verkefnisins.

Sketchup er öflugt og notendavænt hönnunarforrit sem notað er af innanhússhönnuðum og er niðurhalanlegt án endurgjalds.

Sért þú ókunnug(ur) Sketchup umhverfinu og ætlar þér ekki að nota það, er það ekkert vandamál. Þú einfaldlega hefur samband við okkur og við sjáum um hönnunarvinnuna fyrir þig. Það sem við þurfum frá þér eru mál þess rýmis eða hlutar sem þú hefur í hyggju að flísaleggja ásamt hugmyndum þínum um útlit. Við tökum að sjálfsögðu einnig að okkur alla hönnun og umsjón verksins sé þess óskað.

S/K/E/K/K er umboðsaðili fyrir Dtile flísakerfið á Íslandi.

Fyrir allar frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband í tölvupósti.

 

DÆMI UM SÉRFLÍSAR: