s

KAST Concrete Basins

Handlaugarnar frá Kast eru hannaðar, mótaðar og steyptar í Bretlandi.

 

Týpa: Anno

Hringlaga handlaug fyrir borðplötu með hallandi innleggi. Möguleiki á að sérsníða liti fyrir skapandi útfærslur.

 

////

Týpa: ARLA.

Fáguð handlaug fyrir borðplötu með fíngerðum brúnum, mjúkum sveigjum og formfagri innri skál.

 

////

Týpa: AURA.

Grannt, sporöskjulaga form með fíngerðum útlínum og hliðarfleti með riffluðu mynstri. Innleggið felur niðurfallið og eykur á einfalda, stílhreina ásýnd.

 

////

Týpa: AURA DOUBLE.

Mínímalísk form með ílöngu sniði sem myndar tvöfalda handlaug úr steynsteypu. Fallega rifflaði flöturinn í miðjunni felur niðurfallið.

 

////

Týpa: AURA PEDESTAL.

Stílhrein, frístandi handlaug með mjúku, bogadregnu formi og nútímalegu, riffluðu mynstri að utan. "Statement" handlaug fyrir lúxus baðherbergi.

 

////

Týpa: BRIN.

Glæsileg handlaug með mjúkum, sveigðum brúnum og víðri, grunndreginni skál.

 

////

Týpa: CERO.

Stílfærð og einföld steypt handlaug með hringlaga skál öðru megin og rúmgóðu snyrtiplássi.

 

////

Týpa: DEMI.

Smátt, fágað form. Nútímaleg hornlaug sem hentar vel þar sem pláss er takmarkað, t.d. á litlum baðherbergjum og gestasalernum.

 

////

Týpa: DUNE.

Skúlptúrísk troglögun með bylgjuðum brúnum. Pláss fyrir yfirborðsfest blöndunartæki.

 

////

Týpa: ELM.

Nútímaleg útfærsla á hefðbundinni fötulaug. Lóðrétt, rákað mynstrið undirstrikar formið og umlykur bogadregnar línur.

 

////

Týpa: ELM MINI.

Smærri útgáfa af Elm handlauginni með sama einkennandi rákamynstrinu, mjúkum hornum og skvettuvörn.

 

////

Týpa: ELMA.

Afbrigði af Elm laugaseríunni með bogadreginni skvettuvörn sem speglar lögun skálarinnar. Fíngerðar rifflur skapa leik ljóss og skugga.

 

////

Týpa: FLOR.

Stílhrein hönnun með hliðarfleti sem felur niðurfallið og gefur léttan, svífandi svip.

 

////

Týpa: FLOR DOUBLE.

Speglað afbrigði af Flor. Tvöföld handlaug sem viðheldur sama fágaða og stílhreina forminu.

 

////

Týpa: FLOR MINI.

Smærri útgáfa af Flor handlauginni með hliðarfleti og földu niðurfalli.

 

////

Týpa: FOX.

Smágerð, ferhyrnd, steinsteypt handlaug með hliðarfleti og mögulega á yfirborðsfestu blöndunartæki. Hentar vel þar sem pláss er takmarkað.

 

////

Týpa: IVA.

Art Deco innblásin troglaug með riffluðu ytra byrgði og innfelldu afleggi svæði.

 

////

Týpa: JUNO.

Plásssparandi, bogadregin handlaug með möguleika á festingu blöndunartækis á brún. Fullkomin í horn eða lítil rými.

 

////

Týpa: JURA.

Svipsterk og köntuð handlaug sem hentar hvoru tveggja á borð eða til upphengingar á vegg.

 

////

Týpa: KERN.

Áberandi handlaug með skvettivörn sem dregur fram náttúrulega áferð steinsteypunnar.

 

////

Týpa: KERN MINI.

Smækkuð útgáfa Kern handlaugarinnar sem hentar vel fyrir smærri baðherbergi.

 

////

Týpa: LARS.

Ílöng og mínímalísk handlaug með mjúklega mótaðri skál og útvíkkuðu afleggingarsvæði vinstra eða hægra megin.

 

////

Týpa: LUNA.

Nett og hálf-hringlaga handlaug með fáguðu, riffluðu mynstri að utanverðu.

 

////

Týpa: MESA.

Nútímaleg, bogalaga handlaug með hallandi innleggi. Möguleiki á að blanda eða samræma liti.

 

////

Týpa: MILA.

Hringlaga handlaug með spírallaga rifflum sem sveigjast í kringum skálina og hverfa mjúklega í slétt yfirborð.

 

////

Týpa: NEMA.

Snyrtileg, ferhyrnd handlaug með hallandi, sporöskjulaga inleggi.

 

////

Týpa: NILO.

Fáguð hönnun með einkennandi formfegurð í skálinni og plássi fyrir festingu blöndunartækis.

 

////

Týpa: ORME.

Leikandi, frístandi sökkullaug með kringlóttri skál. Möguleiki á riffluðum eða sléttum grunni og valkvæðri hillu. Litasamsetningu skálar, stöpuls og hillu má sérsníða.

 

////

Týpa: OSKA.

Tímalaus og fjölhæf borðplötulaug með einföldu hringlaga formi sem eykur á fágaðan svip hvers baðherbergis.

 

////

Týpa: OTTO.

Hringlaga borðplötulaug með skrautlegu, plíseruðu mynstri sem vindur sig á ská í kringum formið.

 

////

Týpa: PITCH.

Fáguð og látlaus hönnun með miðlægri skál og afleggingarsvæði sitt hvoru megin.

 

////

Týpa: PRIM.

Leikandi hagnýt. Hringlaga borðplötulaug með mjúkum, lífrænum formum og létt bylgjuðum brúnum.

 

////

Týpa: RENA.

Glæsileg, steinsteypt laug sem sýnir áferð og eðliseiginleika efnisins í mjúkum boga.

 

////

Týpa: RHO.

Hagnýt borðplötulaug með mjúkum sveigjum og ríkulegu innra dýpi.

 

////

Týpa: RUE.

Fínleg handlaug með riffluðu mynstri, djúpri skál og innfelldu afleggjara svæði sem veitir bæði dýpt og notkunarrými.

 

////

Týpa: SIENNA.

Einlaga troglaug úr steinsteypu, hönnuð sem tvöföld handlaug fyrir tvær manneskjur.

 

////

Týpa: SONO.

Skúlptúrísk handlaug þar sem mjúkar sveigjur innri skálarinnar og rúmt afleggingarsvæði setja svip á hönnunina.

 

////

Týpa: TERRA.

Einfalt, ferhyrnt form þessarar handlaugar fellur vel að margs konar baðherbergjum.

 

////

Týpa: TILDE.

Frjálsleg og skúlptúrísk útfærsla af hefðbundinni fötulaug. Innbyggð skvettivörn í mjúkum boga og skál með bylgjuðum brúnum.

 

////

LITAPALLETTA KAST CONCRETE BASINS.

 

 

Allar KAST handlaugar eru fáanlegar í KAST litapallettunni. Óska má sýnishorna af litum og áferðum.

28 litir í boði og spanna þeir allt frá léttum, blíðum tónum upp í sterk og kröftug litblæbrigði. KAST getur boðið upp á lausnir fyrir flest verkefni.