s

Blog

Sígild hönnun arkitektsins Egon Eiermann

Sígild hönnun arkitektsins Egon Eiermann

Egon Eiermann var einn af þekktustu arkitektum módernisma eftir-stríðsáranna í Þýskalandi og er m.a. Kaiser Wilhelm Memorial kirkjan í Berlín á meðal hans þekktustu verka.

Hinn heimsþekkti þýski arkitekt Egon Eiermann

Lýsa má verkum Eiermann sem einföldum og mínímalískum sem koma sér beint að efninu. Innblástur sótti hann m.a. til samferðamanna sinna á borð við Mies van der Rohe, Le Courbusier og Walter Gropius.

Sígild hönnun. SBG197R skrifborðsstóll Egon Eiermann.

Egon Eiermann lést í Baden-Baden árið 1970 þegar hann starfaði sem prófessor og hafði hann þá unnið til fjölda verðlauna á borð við "The Grand Prize of the BDA" (Þýska arkitektafélagið) og "Grand Order of Merit" ásamt fjölda annara.

Eiermann 1 skrifborðið ásamt SBG197R skrifborðsstólnum. Hvorutveggja fyrir löngu orðin sígild hönnun.

Árið 2013 kynnti PLEASE WAIT TO BE SEATED hinn ikoníska SE68 stól til leiks á Skandinavískum markaði ásamt Eiermann skrifborðinu.

Sígild hönnun. SE68 stóll hinns heimsþekkta þýska arkitekts Egon Eiermann

Einstök verk Eiermann búa yfir miklu notagildi ásamt því að vera sjónrænt afar aðlaðandi og án allrar tilgerðar.

Sígild hönnun hins heimsþekkta þýska arkitekts Egon Eiermann. S38 S1 kollurinn er einfaldur, aðlaðandi og án allrar tilgerðar.

Við erum þess vegna ákaflega stolt af því að vera nú komin í samstarf við hinn virta Danska húsgagnaframleiðanda PLEASE WAIT TO BE SEATED, framleiðanda verka Eiermann og geta þar með kynnt þau íslensku hönnunaráhugafólki.

Eiermann 1 skrifboðin henta jafnt heimilinu sem og skrifstofunni.

Hér má sjá nokkrar ljósmyndir sem sýna falleg borð Eiermann og stóla við ýmiskonar aðstæður jafnt heima sem og á vinnustaðnum.

Eiermann 1 skrifborðið er fullkomið á heimaskrifstofuna.

SKEKK er stoltur umboðsaðili PLEASE WAIT TO BE SEATED á Íslandi.

Eiermann borðstofuborðið er fyrir löngu orðin sígild hönnun sem finna má á fallegum Evrópskum heimilum.

www.skekk.com

Óðinsgata 1, 101 Reykjavík

Opið virka daga frá kl. 10:00 - 13:00 og skv. samkomulagi.

s. 777 2625

Continue reading

Hlýlegt andrúmsloft með Skandinavískri hönnun

Hlýlegt andrúmsloft með Skandinavískri hönnun

Eitt lykilatriða Skandinavískrar hönnunar er áherslan á að skapa þægilegar og aðlaðandi vistarverur. Þessu er oft náð fram með notkun á hlýlegum og náttúrulegum efnivið eins og tré, ull, gleri og málmi ásamt mildri lýsingu og náttúrulegum litum. Þessi atriði hjálpa til við að mynda kósý og blíðlegt andrúmsloft á heimilinu þínu.

Måne viðarskál böðuð dýrðlegri birtu.Álíka mikilvægt atriði er notkun ólíkra áferða. Þessu má auðveldlega ná fram með fallegum textíl á borð við mottum, púðum og teppum (sú deild kemur til með að bætast við hjá okkur fljótlega). Þessir hlutir hjálpa rýminu að verða sjónrænt áhugaverðara ásamt því að bæta við hlýleika.

Hlýleg skandinavísk stemning

Það má fara margar leiðir til þess að samþætta þessi skandinavísku atriði heimilinu þínu, óhað stærð eða stíl þess. Ein leið er sú að byrja á vali á litapallettu sem samanstendur af nátturulegum litum Norðurlandanna. Litum á borð við beige, gráan og ljósum viðartónum. Þessir tónar skapa róandi andrúmsloft.

Vannfall er sérstaklega falleg og hlýleg gler vatnskanna.

A lokum skal ítreka mikilvægi þess að huga vel að lýsing þegar innleiða á skandinavíska stemningu á heimilið. Þessu má t.a.m. ná fram með því að nota milda lýsingu sbr. með borð- eða gólflömpum eins vel og náttúrulega birtu. Þetta stuðlar að því að láta rýmin virðast stærri og opnari.

Nunatak kertastjaki

Í grein þessari má svo sjá nokkur dæmi um þær fallegu vörur sem koma frá norska framleiðandanum Nedre Foss.

Vinsælasti kertastjakinn Ildhane. Oft paraður með litlu teljósunum Glo.

Mynd að ofan: Ildhane kertastjakinn ásamt Glo teljósunum.

Sirkel teljós úr gegnheilu gleri

Mynd að ofan: Litríku Sirkel teljósin eru úr gegnheilu, pressuðu gleri.

Monoblokk blómavasi og Måne viðarbakki

 Mynd að ofan: Monoblokk blómavasinn ásamt Platå trébakkanum.

Ildhane, kertastjaki úr steypujárni og Sammu, kertaslökkvari úr messing

Mynd að ofan: Ildhane kertastjakinn ásamt Sammu kertaslökkvaranum.

Continue reading

The Wrong Shop. Tvívíð fegurð fyrir heimilið.

The Wrong Shop. Tvívíð fegurð fyrir heimilið.

Líkt og falleg húsgögn og skrautmunir sem fegra og bæta heimilið eru myndverkin lykilatriði þegar að kemur að góðri andlegri heilsu. Þau gleðja, næra og upphefja híbýli okkar.

Drawing 12 og 13 eftir hinn heimsþekkta franska hönnuð og listamann, Ronan Bouroullec

Það er okkur því mikið gleðiefni að segja frá því að SKEKK er nú komið í samstarf við The Wrong Shop, framleiðanda hágæða myndverka eftir heimsþekkta hönnuði og listamenn á borð við Ronan og Erwan Bouroullec, Nathalie du Pasquier, Jaime Hayon og Richard Woods.

Animalotèque eftir hinn heimsþekkta Spænska hönnuð Jamie Hayon.

The Wrong Shop sem er hugðarefni breska hönnuðarins og listræna stjórnandans, Sebastina Wrong sérhæfir sig jafnt í árituðum prentverkum í takmörkuðu upplagi (15 - 50) sem og plakötum sem öll eiga það sammerkt að vera sköpuð af mörgum stærstu nafna hins skapandi sviðs, sérstaklega fyrir TWS.

Black Ink 04, Upplag 25 eintök, eftir hinn heimsþekkta franska hönnuð og listamann, Ronan Bouroullec

Verkin fást hvort eð heldur innrömmuð eða óinnrömmuð en þegar kemur að innrömmuðum verkum af þessum gæðum spörum við ekkert til svo frágangur sé allur hinn vandaðasti.

Verk eftir Nathalie du Pasquier í sérsmíðuðum, gegnheilum eikarramma með UV fríu gleri.

Þetta gríðarlega fallega úrval myndverka er því loks fáanlegt á Íslandi og getum við því öll notið sköpunarverka þessa heimsfrægu hönnuða og listamanna.

All Over 3, Upplag 50 stk. eftir hinn heimsþekkta franska hönnuð og listamann Ronan Bouroullec

Þeir hönnuðir og listamenn sem The Wrong Shop hefur nú á snærum sínum eru:

Ronan og Erwan Bouroullec, Nathalie du Pasquier, Jaime Hayon, Richard Woods, Pierre Charpin, George Sowden, Philippe Weisbecker, John Booth, Leanne Shapton, Job Wouters, Rop van Mierlo og Freeling Waters.

Window 04 eftir hinn heimsþekkta breska listamann Richard Woods.

Úrval þeirra verka sem við höfum til taks í sýningarrými okkar að Óðinsgtöu 1 í Reykjavík fer því hægt og rólega stækkandi.

Walrus, upplag 15 stk. eftir hinn þekkta hollenska hönnuð og myndskreyti Rop van Mierlo

Allar nánari upplýsingar varðandi myndverkin sbr. verð, stærðir, innrammanir o.s.frv. veitir Gunnar M Pétursson í síma 777 2625.

Manifesto 03 eftir hina heimsþekktu frönsku listakonu og hönnuð Nathalie du Pasquier

Nokkur dæmi um þessi dásamlegu myndverk fylgja hér fyrir neðan.

Drawing 07. Ronan Bouroullec

Drawing 14. Ronan Bouroullec

Arr eftir Job Wouters

B/W 01, Upplag: 35 stk. eftir George Sowden

Hafið það sem allra best kæru vinir og látið ekki kuldann bíta

Continue reading

Við kynnum nýtt vörumerki: Vaarnii

Við kynnum nýtt vörumerki: Vaarnii

Finnar eru yndislegir. Enda tala flestir íslendingar sem til þekkja um að eins og sérstök taug sé á milli þjóðanna tveggja. Þær skilji hvora aðra og þær upplifi notalegan samhljóm saman sem erfitt er að finna annarstaðar.

001 Borðstofustóllinn hannaður af Fredrik Paulsen og 004 sófaborðið hannað af Soft Geometry í góðum félagsskap klassíska ljóssins 1002 Hans Pendant eftir Hans-Agne Jakobson.

Úr vetrarhörkunum í Finlandi sprettur fram nýr, framandi og hljómfagur stíll sem aðeins Finnum einum er lagið að skapa. Líkt og veðurbarnir íslendingar, þá hafa þeir þróað með sér ákveðna skapgerð og seglu. Finnar kalla það "Sisu."

Hlýja og notalegheit. Furuhúsgögnin frá Finnska framleiðandanum Vaarnii eru í senn kunnugleg og nýstárleg. Borðstofuborð, bekkir og loftljós.

En undir harðgerri skelinni leynist óendanleg hlýja og gleði sem umvefur hvern þann sem er svo heppinn að kynnast þessari dásamlegu og frjóu frænd þjóð.

005 Lounge stóllinn er sannkallað listaverk eftir breska hönnuðinn Max Lamb.

Brútalisminn hefur þannig eignast nýtt líff úr gamalkunnu hráefni, sveipaður fágun sem ekki er auðveldlega leikin eftir. Vaarnii er ungur húsgagnaframleiðandi með stór og metnaðarfull áform.

002 Ast kollurinn er hannaður af Dimitri Bahler fyrir Finnska húsgagnaframleiðandann Vaarnii.

Sá sem þennan texta ritar er svo heppinn að hafa fengið að kynnast stofnanda fyrirtækisins, honum Antti Hirvonen og sýn hans sem nú hefur fengið form. Hirvonen hefur sett saman einvalalið ungra og ferskra hönnuða í þeim tilgangi að skapa kröftuga heild með sterka fagurfræði og umhyggju fyrir umhverfinu að leiðarljósi.

006 AA kollur ásamt 006 AA bekk. Hvoruteggja hannað af Kwangho Lee fyrir finnska húsgagnaframleiðandann Vaarnii.

Hönnuðir á borð við Fredrik Paulsen,Max Lamb, Kwangho Lee, Soft Geometry ásamt fleirum hafa á einstakan hátt tekist að skapa ótrúlega heilda sem lýsa má sem "brútalískri og fágaðri."

Nýtt og gamalt, ungur og aldinn. 005 Lounge stóllinn eftir Max Lamb er hér í góðum félagsskap með 1002 Hans loftljósinu eftir hinn þekkta Hans-Agne Jakobson

Verið hjartanlega velkomin í sýningarrými SKEKK að Óðinsgötu 1, 101 þar sem að hluti línunnar er til sýnis.

Hönnunarklassíkin 1002 Hans Pendant eftir Hans-Agne Jakobsson lýsir hér upp 003 Stillts hliðarborðið eftir Fredrik Paulsen.

Framtíðin er hlý. SKEKK. Óðinsgata 1, 101 Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 10:00 - 13:00 og skv. samkomulagi. Sími 777 2625.

Continue reading

Nýtt vörumerki: Please Wait to be Seated.

Nýtt vörumerki: Please Wait to be Seated.

Dönsk húsgögn eru eins og allir vita margrómuð fyrir gæði og glæsileika enda hafa þau fallið Íslendingum vel í gegnum tíðina.

Spade Chair er hannaður af hinum þekkta hönnuði Faye Toogood fyrir Please Wait to be Seated. Dásamlegur stóll með skúlptúríska eiginleka sem sómir sér hvar sem er á heimilinu.

Það er því með mikilli ánægju sem við kynnum til leiks á Íslandi hinn fágaða húsgagnaframleiðanda "Please Wait to be Seated" frá Kaupmannahöfn.

Fallegu og framsæknu húsgögnin frá hinum danska framleiðanda Please Wait to be Seated eru stolt hvers heimilis.

Please Wait to be Seated er ungt danskt hönnunarhús sem stofnað var árið 2014 af fyrrum innanhússljósmyndaranum Tomas Ibsen. Í dag gegnir hann hlutverki listræns stjórnanda með fókus á vöruþróun.

PWTBS. Left: Peter Mahler Sørensen, ceo and co owner. Right: Thomas Ibsen, founder and creative director.

Í september 2016 gekk Peter Mahler Sørensen til liðs við fyrirtækið sem framkvæmdastjóri og meðeigandi. Peter á að baki áralanga reynslu á sviði vörumerkjaþróunar, hönnunar og innan húsgagnaiðnaðarins.

Megumi loftljósið er fágað og hófstillt og ber það öll einkenni framtíðar klassíkur.

Markmið okkar er að koma fram með vörur sem bera öll merki þess að verða sígildar. Áður en við kynnum vörurnar spyrjum við sjálfa okkur ávalt að því hvort þær komi til með að verða endingargóðar og lífseigar - hvort við komum einhvern daginn til með að arfleiða þær börnunum okkar.

Hinn notalegi Bondi stóll er hannaður af Fräg Woodall fyrir Please Wait to be Seated. Bondi stóllinn er fáanlegur í átta litum.

Hönnunarlínan hefur sín eigin einkenni og þar sem fókusinn er samskipti, framúrskarandi handverk, gæði, hráefni og sjálfbærni í samhenginu; endingargóð hönnun.

Planets vegglampinn er hannaður af Mette Schelde fyrir Please Wait to be Seated. Lítið og notalegt djásn sem lýsir upp heimilið.

Aðspurðir hvers vegna Please Wait to be Seated hafi orðið fyrir valinu sem nafn fyrirtækisins, segja þeir félagar það lýsa afar vel öllum þeim hugmyndum og gildum sem þeir standi fyrir þ.e.a.s. þeir séu kurteist fólk með ástríðu fyrir innanhússmunum, góðan húmor og báðar fætur þéttingsfast á jörðinni. "Svo næst þegar þið eruð stödd á veitingastað að bíða eftir borði og sjáið skiltið - hugsið til okkar."

Continue reading

Troels Flensted

Troels Flensted

Það er með mikilli ánægju sem SKEKK kynnir til leiks nýjasta samstarfsaðila sinn en það er danski hönnuðurinn Troels Flensted. Hönnuðurinn útskrifaðist frá hinum virta Central Saint Martins í London og þrátt fyrir ungan aldur hefur hönnuðurinn náð ótrúlega langt á skömmum tíma.

Tilraunakennd vinnustofa Troels kannar möguleika ólíkrar hegðunar hráefna, lita sem og óhefðbundinna framleiðsluhátta ásamt því að sækja innblástur í fagurfræði og áður óþekkta möguleika sem samþætting á borð við þessa leiðir af sér. Þessi nálgun Troels hefur leitt af sér afar áhugaverð verkefni jafnt fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Frá stofnun vinnustofunnar hafa verk Troels verið sýnd á mörgum hinna virtustu hönnunarsýninga víðs vegar um Evrópu sbr. Dutch Design Week, London Design Festival, May Design Series, Stockholm Design Week til að nefna einungis nokkrar ásamt því að hljóta umfjallanir í fjölda áhrifamikilla hönnunarmiðla sbr. Dazed, Icon, Dezeen, Milk Décoration ofl. ofl.

Troels er sannarlega hönnuður til að fylgjast náið með.

Nú er önnur sending fallegu skálanna úr Poured Collection hönnuðarins komin í hús en sú fyrri stoppaði stutt við. Nú er því um að gera og líta við í vefversluninni www.skekk.com og tryggja sér eintak áður en þessi klárast líka.

Velkominn um borð Troels. Það sannarlega heiður og ánægja að fá að starfa með þér. SKEKK þakkar þér traustið.

Continue reading

S/K/E/K/K 001 - Crymogea / Barónstígur 27

Kærar þakkir gott fólk fyrir stórkostlegar móttökur í dag. Þetta var sannarlega ánægjulegur dagur.

Við minnum á að einnig er opið á morgun sunnudaginn 18 á milli kl. 12 og 18 í húsakynnum Crymogea að Barónstíg 27.

Hægt er að skoða vöruúrvalið á heimasíðu verslunarinnar www.skekk.com

Njótið helgarinnar kæru vinir.

 

Kær kveðja. S/K/E/K/K

 

 

Continue reading

Neptún magazine er komið í sölu á S/K/E/K/K.com

Það tilkynnist með mikilli ánægju að hið nýja og ferska tímarit Neptún er komið í sölu á vefverslun S/K/E/K/K og ríkir hér á bæ mikil ánægja og þakklæti með að fá að vera með frá byrjun.

It is with great pleasure that S/K/E/K/K announces the arrival of the new and fresh magazine Neptún. It will be on sale at S/K/E/K/K´s webshop.

Neptún er tímarit sem að einblínir á íslensku grasrótina í listum og hönnun almennt. Tímiritið kemur út á tveimur tungumálum; íslensku og ensku og er þar með t.d. frábær gjöf til vina erlendis.

Neptun is a magazine that focuses on the icelandic grasroot in art and design. The magazine is bilingual (icelandic / english).

Neptún er þarft málgagn sem ekki á sér hliðstæðu á Íslandi. Tímaritið er vettvangur fyrir ungt og skapandi fólk, bæði til að kynna eigin hugmyndir og uppgvötva annarra.

Neptun is a much needed journal that has no comparison in Iceland. The magazine is a venue for young and creative individuals, both to promote their own ideas as well as to discover the ones of others.

Tímaritið er hugarfóstur fjögurra dugmikilla ungra kvenna og er afar metnaðarfullt sama hvort um ræðir efnisval eða frágang almennt. Það er þykkt, prentað á fallegan pappír og sómir sér afar vel á hvaða sófaborði sem er.

Neptun magazine is the brainchild of four energetic young women and is a very ambitous project both regarding content and execution. It is quite massive, printed on beautiful paper and will look good on every coffeetable.

Útgáfa Neptún mun miðast við tvö tölublöð á ári.

Neptun will publish two issues pr year.

 

Neptún #01 fæst á www.skekk.com á litlar 2.295 kr.-

Neptun #01 is available at www.skekk.com for 2.295 icelandic krona´s (approx 21 USD.).

 

Eigið góðan dag.

Have a nice day.

Continue reading

Chi-Chi eru komnar á www.skekk.com

Komiði sælir kæru vinir.

 

Það er gaman að segja frá því svona degi fyrir Valentínusardag, að hinar gullfallegu Chi-Chi hálsfestar frá Grain Design eru komnar í hús.

Hálsfestarnar sem eru úr 100% bómull eru handgerðar í samvinnu við handverksfólk frá Guatemala sem notast við hina aldagömlu Ikat-litunaraðferð sem þekkist víða um heim.

 Nafn sitt draga þær frá hinum litríka Chichicastenango markaði, sem er einn hinn litríkasti í Ameríku.

Chi-Chi hálsfestunum er lýst ágætlega með því að tala um áreynslulausa fágun og henta þær því hvort sem er hversdagslega eða við fínni tilefni.

 

Þær fást nú í S/K/E/K/K á einungis 6.490 kr.-

Enginn sendingarkostnaður er á þessari vöru innanlands.

 

Eigið góðan dag.

Continue reading