s

Blog

Troels Flensted

Troels Flensted

Það er með mikilli ánægju sem SKEKK kynnir til leiks nýjasta samstarfsaðila sinn en það er danski hönnuðurinn Troels Flensted. Hönnuðurinn útskrifaðist frá hinum virta Central Saint Martins í London og þrátt fyrir ungan aldur hefur hönnuðurinn náð ótrúlega langt á skömmum tíma.

Tilraunakennd vinnustofa Troels kannar möguleika ólíkrar hegðunar hráefna, lita sem og óhefðbundinna framleiðsluhátta ásamt því að sækja innblástur í fagurfræði og áður óþekkta möguleika sem samþætting á borð við þessa leiðir af sér. Þessi nálgun Troels hefur leitt af sér afar áhugaverð verkefni jafnt fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Frá stofnun vinnustofunnar hafa verk Troels verið sýnd á mörgum hinna virtustu hönnunarsýninga víðs vegar um Evrópu sbr. Dutch Design Week, London Design Festival, May Design Series, Stockholm Design Week til að nefna einungis nokkrar ásamt því að hljóta umfjallanir í fjölda áhrifamikilla hönnunarmiðla sbr. Dazed, Icon, Dezeen, Milk Décoration ofl. ofl.

Troels er sannarlega hönnuður til að fylgjast náið með.

Nú er önnur sending fallegu skálanna úr Poured Collection hönnuðarins komin í hús en sú fyrri stoppaði stutt við. Nú er því um að gera og líta við í vefversluninni www.skekk.com og tryggja sér eintak áður en þessi klárast líka.

Velkominn um borð Troels. Það sannarlega heiður og ánægja að fá að starfa með þér. SKEKK þakkar þér traustið.

Continue reading

S/K/E/K/K 001 - Crymogea / Barónstígur 27

Kærar þakkir gott fólk fyrir stórkostlegar móttökur í dag. Þetta var sannarlega ánægjulegur dagur.

Við minnum á að einnig er opið á morgun sunnudaginn 18 á milli kl. 12 og 18 í húsakynnum Crymogea að Barónstíg 27.

Hægt er að skoða vöruúrvalið á heimasíðu verslunarinnar www.skekk.com

Njótið helgarinnar kæru vinir.

 

Kær kveðja. S/K/E/K/K

 

 

Continue reading

Futagami er á leiðinni

Kæru vinir.

Loksins er það frágengið. Hinn virti og fágaði framleiðandi Futagami frá Japan er nýjasta viðbótin í hóp glæsilegra vörumerkja S/K/E/K/K.

Futagami er rótgróið fjölskyldu fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu fallegra heimilisvara úr Messing.

Áferð messings er í senn fáguð og mjúk og býr hún yfir hlýjum gljáa.

Eins og flest ykkar eflaust vita er aldagömul hefð málmsmíði í Japan margrómuð út um allan heim og byggir vinna Futagami svo sannarlega á henni.

Búast má við sendingu af þessum glæsilegu vörum fljótlega. Fylgist því með.

Njótið helgarinnar kæru vinir.

 

S/K/E/K/K

www.skekk.com

Continue reading

Neptún magazine er komið í sölu á S/K/E/K/K.com

Það tilkynnist með mikilli ánægju að hið nýja og ferska tímarit Neptún er komið í sölu á vefverslun S/K/E/K/K og ríkir hér á bæ mikil ánægja og þakklæti með að fá að vera með frá byrjun.

It is with great pleasure that S/K/E/K/K announces the arrival of the new and fresh magazine Neptún. It will be on sale at S/K/E/K/K´s webshop.

Neptún er tímarit sem að einblínir á íslensku grasrótina í listum og hönnun almennt. Tímiritið kemur út á tveimur tungumálum; íslensku og ensku og er þar með t.d. frábær gjöf til vina erlendis.

Neptun is a magazine that focuses on the icelandic grasroot in art and design. The magazine is bilingual (icelandic / english).

Neptún er þarft málgagn sem ekki á sér hliðstæðu á Íslandi. Tímaritið er vettvangur fyrir ungt og skapandi fólk, bæði til að kynna eigin hugmyndir og uppgvötva annarra.

Neptun is a much needed journal that has no comparison in Iceland. The magazine is a venue for young and creative individuals, both to promote their own ideas as well as to discover the ones of others.

Tímaritið er hugarfóstur fjögurra dugmikilla ungra kvenna og er afar metnaðarfullt sama hvort um ræðir efnisval eða frágang almennt. Það er þykkt, prentað á fallegan pappír og sómir sér afar vel á hvaða sófaborði sem er.

Neptun magazine is the brainchild of four energetic young women and is a very ambitous project both regarding content and execution. It is quite massive, printed on beautiful paper and will look good on every coffeetable.

Útgáfa Neptún mun miðast við tvö tölublöð á ári.

Neptun will publish two issues pr year.

 

Neptún #01 fæst á www.skekk.com á litlar 2.295 kr.-

Neptun #01 is available at www.skekk.com for 2.295 icelandic krona´s (approx 21 USD.).

 

Eigið góðan dag.

Have a nice day.

Continue reading

Chi-Chi eru komnar á www.skekk.com

Komiði sælir kæru vinir.

 

Það er gaman að segja frá því svona degi fyrir Valentínusardag, að hinar gullfallegu Chi-Chi hálsfestar frá Grain Design eru komnar í hús.

Hálsfestarnar sem eru úr 100% bómull eru handgerðar í samvinnu við handverksfólk frá Guatemala sem notast við hina aldagömlu Ikat-litunaraðferð sem þekkist víða um heim.

 Nafn sitt draga þær frá hinum litríka Chichicastenango markaði, sem er einn hinn litríkasti í Ameríku.

Chi-Chi hálsfestunum er lýst ágætlega með því að tala um áreynslulausa fágun og henta þær því hvort sem er hversdagslega eða við fínni tilefni.

 

Þær fást nú í S/K/E/K/K á einungis 6.490 kr.-

Enginn sendingarkostnaður er á þessari vöru innanlands.

 

Eigið góðan dag.

Continue reading

Bloggið er komið í loftið.

Komiði sælir kæru vinir.

 

S/K/E/K/K hefur árið 2014 á því að koma nýju bloggi sínu í loftið. Við það tækifæri langar mig að óska viðskiptavinum mínum sem og landsmönnum öllum, bestu óska um gleðilegt nýtt ár með þakklæti fyrir hlýjar móttökur á árinu sem var að líða. Hér á bæ ríkir mikil tilhlökkun til að takast á við nýtt ár. Nýir hönnuðir, íslenskir sem og erlendir koma til með að bætast í hópinn með nýjar og spennandi vörur. Úrval vara frá þeim hönnuðum sem fyrir eru mun einnig að sjálfsögðu aukast.  Á þessu bloggi munu birtast fréttir og tilkynningar hvers kyns er viðkemur því sem framundan er hjá S/K/E/K/Kinu.

Þessi færsla verður ekki mikið lengri að sinni en hér fyrir neðan verða látnar fylgja nokkrar myndir af því sem í vændum er á nýju ári.

 

Doug Johnston

 

 

Iacoly & McAllister

 

 

Grain

 

 

Ladies & Gentlemen

 

 

Fort Standard

 

Futagami

 

New Friends

 

Fédération Francaise Du Design

 

Faux / real

 

 

Pat Kim

 

 

Milleneufcentquatrevingtquatre

 

 

 

Þetta ásamt mörgu öðru kemur í hús á nýju ári. Fyrsta litla sendingin var að detta í hús. Nánar um það fljótlega.

 

Kær kveðja

S/K/E/K/K

Continue reading