s

Blog

  • Sígild hönnun arkitektsins Egon Eiermann
  • Post author
    Gunnar Petursson

Sígild hönnun arkitektsins Egon Eiermann

Sígild hönnun arkitektsins Egon Eiermann

Egon Eiermann var einn af þekktustu arkitektum módernisma eftir-stríðsáranna í Þýskalandi og er m.a. Kaiser Wilhelm Memorial kirkjan í Berlín á meðal hans þekktustu verka.

Hinn heimsþekkti þýski arkitekt Egon Eiermann

Lýsa má verkum Eiermann sem einföldum og mínímalískum sem koma sér beint að efninu. Innblástur sótti hann m.a. til samferðamanna sinna á borð við Mies van der Rohe, Le Courbusier og Walter Gropius.

Sígild hönnun. SBG197R skrifborðsstóll Egon Eiermann.

Egon Eiermann lést í Baden-Baden árið 1970 þegar hann starfaði sem prófessor og hafði hann þá unnið til fjölda verðlauna á borð við "The Grand Prize of the BDA" (Þýska arkitektafélagið) og "Grand Order of Merit" ásamt fjölda annara.

Eiermann 1 skrifborðið ásamt SBG197R skrifborðsstólnum. Hvorutveggja fyrir löngu orðin sígild hönnun.

Árið 2013 kynnti PLEASE WAIT TO BE SEATED hinn ikoníska SE68 stól til leiks á Skandinavískum markaði ásamt Eiermann skrifborðinu.

Sígild hönnun. SE68 stóll hinns heimsþekkta þýska arkitekts Egon Eiermann

Einstök verk Eiermann búa yfir miklu notagildi ásamt því að vera sjónrænt afar aðlaðandi og án allrar tilgerðar.

Sígild hönnun hins heimsþekkta þýska arkitekts Egon Eiermann. S38 S1 kollurinn er einfaldur, aðlaðandi og án allrar tilgerðar.

Við erum þess vegna ákaflega stolt af því að vera nú komin í samstarf við hinn virta Danska húsgagnaframleiðanda PLEASE WAIT TO BE SEATED, framleiðanda verka Eiermann og geta þar með kynnt þau íslensku hönnunaráhugafólki.

Eiermann 1 skrifboðin henta jafnt heimilinu sem og skrifstofunni.

Hér má sjá nokkrar ljósmyndir sem sýna falleg borð Eiermann og stóla við ýmiskonar aðstæður jafnt heima sem og á vinnustaðnum.

Eiermann 1 skrifborðið er fullkomið á heimaskrifstofuna.

SKEKK er stoltur umboðsaðili PLEASE WAIT TO BE SEATED á Íslandi.

Eiermann borðstofuborðið er fyrir löngu orðin sígild hönnun sem finna má á fallegum Evrópskum heimilum.

www.skekk.com

Óðinsgata 1, 101 Reykjavík

Opið virka daga frá kl. 10:00 - 13:00 og skv. samkomulagi.

s. 777 2625

  • Post author
    Gunnar Petursson