Hlýlegt andrúmsloft með Skandinavískri hönnun

Eitt lykilatriða Skandinavískrar hönnunar er áherslan á að skapa þægilegar og aðlaðandi vistarverur. Þessu er oft náð fram með notkun á hlýlegum og náttúrulegum efnivið eins og tré, ull, gleri og málmi ásamt mildri lýsingu og náttúrulegum litum. Þessi atriði hjálpa til við að mynda kósý og blíðlegt andrúmsloft á heimilinu þínu.
Álíka mikilvægt atriði er notkun ólíkra áferða. Þessu má auðveldlega ná fram með fallegum textíl á borð við mottum, púðum og teppum (sú deild kemur til með að bætast við hjá okkur fljótlega). Þessir hlutir hjálpa rýminu að verða sjónrænt áhugaverðara ásamt því að bæta við hlýleika.
Það má fara margar leiðir til þess að samþætta þessi skandinavísku atriði heimilinu þínu, óhað stærð eða stíl þess. Ein leið er sú að byrja á vali á litapallettu sem samanstendur af nátturulegum litum Norðurlandanna. Litum á borð við beige, gráan og ljósum viðartónum. Þessir tónar skapa róandi andrúmsloft.
A lokum skal ítreka mikilvægi þess að huga vel að lýsing þegar innleiða á skandinavíska stemningu á heimilið. Þessu má t.a.m. ná fram með því að nota milda lýsingu sbr. með borð- eða gólflömpum eins vel og náttúrulega birtu. Þetta stuðlar að því að láta rýmin virðast stærri og opnari.
Í grein þessari má svo sjá nokkur dæmi um þær fallegu vörur sem koma frá norska framleiðandanum Nedre Foss.
Mynd að ofan: Ildhane kertastjakinn ásamt Glo teljósunum.
Mynd að ofan: Litríku Sirkel teljósin eru úr gegnheilu, pressuðu gleri.
Mynd að ofan: Monoblokk blómavasinn ásamt Platå trébakkanum.
Mynd að ofan: Ildhane kertastjakinn ásamt Sammu kertaslökkvaranum.