Við kynnum nýtt vörumerki: Vaarnii
Finnar eru yndislegir. Enda tala flestir íslendingar sem til þekkja um að eins og sérstök taug sé á milli þjóðanna tveggja. Þær skilji hvora aðra og þær upplifi notalegan samhljóm saman sem erfitt er að finna annarstaðar.
Úr vetrarhörkunum í Finlandi sprettur fram nýr, framandi og hljómfagur stíll sem aðeins Finnum einum er lagið að skapa. Líkt og veðurbarnir íslendingar, þá hafa þeir þróað með sér ákveðna skapgerð og seglu. Finnar kalla það "Sisu."
En undir harðgerri skelinni leynist óendanleg hlýja og gleði sem umvefur hvern þann sem er svo heppinn að kynnast þessari dásamlegu og frjóu frænd þjóð.
Brútalisminn hefur þannig eignast nýtt líff úr gamalkunnu hráefni, sveipaður fágun sem ekki er auðveldlega leikin eftir. Vaarnii er ungur húsgagnaframleiðandi með stór og metnaðarfull áform.
Sá sem þennan texta ritar er svo heppinn að hafa fengið að kynnast stofnanda fyrirtækisins, honum Antti Hirvonen og sýn hans sem nú hefur fengið form. Hirvonen hefur sett saman einvalalið ungra og ferskra hönnuða í þeim tilgangi að skapa kröftuga heild með sterka fagurfræði og umhyggju fyrir umhverfinu að leiðarljósi.
Hönnuðir á borð við Fredrik Paulsen,Max Lamb, Kwangho Lee, Soft Geometry ásamt fleirum hafa á einstakan hátt tekist að skapa ótrúlega heilda sem lýsa má sem "brútalískri og fágaðri."
Verið hjartanlega velkomin í sýningarrými SKEKK að Óðinsgötu 1, 101 þar sem að hluti línunnar er til sýnis.
Framtíðin er hlý. SKEKK. Óðinsgata 1, 101 Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 10:00 - 13:00 og skv. samkomulagi. Sími 777 2625.