s

Blog

  • Nýtt vörumerki: Please Wait to be Seated.
  • Post author
    Gunnar Petursson

Nýtt vörumerki: Please Wait to be Seated.

Nýtt vörumerki: Please Wait to be Seated.

Dönsk húsgögn eru eins og allir vita margrómuð fyrir gæði og glæsileika enda hafa þau fallið Íslendingum vel í gegnum tíðina.

Spade Chair er hannaður af hinum þekkta hönnuði Faye Toogood fyrir Please Wait to be Seated. Dásamlegur stóll með skúlptúríska eiginleka sem sómir sér hvar sem er á heimilinu.

Það er því með mikilli ánægju sem við kynnum til leiks á Íslandi hinn fágaða húsgagnaframleiðanda "Please Wait to be Seated" frá Kaupmannahöfn.

Fallegu og framsæknu húsgögnin frá hinum danska framleiðanda Please Wait to be Seated eru stolt hvers heimilis.

Please Wait to be Seated er ungt danskt hönnunarhús sem stofnað var árið 2014 af fyrrum innanhússljósmyndaranum Tomas Ibsen. Í dag gegnir hann hlutverki listræns stjórnanda með fókus á vöruþróun.

PWTBS. Left: Peter Mahler Sørensen, ceo and co owner. Right: Thomas Ibsen, founder and creative director.

Í september 2016 gekk Peter Mahler Sørensen til liðs við fyrirtækið sem framkvæmdastjóri og meðeigandi. Peter á að baki áralanga reynslu á sviði vörumerkjaþróunar, hönnunar og innan húsgagnaiðnaðarins.

Megumi loftljósið er fágað og hófstillt og ber það öll einkenni framtíðar klassíkur.

Markmið okkar er að koma fram með vörur sem bera öll merki þess að verða sígildar. Áður en við kynnum vörurnar spyrjum við sjálfa okkur ávalt að því hvort þær komi til með að verða endingargóðar og lífseigar - hvort við komum einhvern daginn til með að arfleiða þær börnunum okkar.

Hinn notalegi Bondi stóll er hannaður af Fräg Woodall fyrir Please Wait to be Seated. Bondi stóllinn er fáanlegur í átta litum.

Hönnunarlínan hefur sín eigin einkenni og þar sem fókusinn er samskipti, framúrskarandi handverk, gæði, hráefni og sjálfbærni í samhenginu; endingargóð hönnun.

Planets vegglampinn er hannaður af Mette Schelde fyrir Please Wait to be Seated. Lítið og notalegt djásn sem lýsir upp heimilið.

Aðspurðir hvers vegna Please Wait to be Seated hafi orðið fyrir valinu sem nafn fyrirtækisins, segja þeir félagar það lýsa afar vel öllum þeim hugmyndum og gildum sem þeir standi fyrir þ.e.a.s. þeir séu kurteist fólk með ástríðu fyrir innanhússmunum, góðan húmor og báðar fætur þéttingsfast á jörðinni. "Svo næst þegar þið eruð stödd á veitingastað að bíða eftir borði og sjáið skiltið - hugsið til okkar."

  • Post author
    Gunnar Petursson