s

Blog

  • Við þökkum stórkostlegar viðtökur
  • Post author
    Gunnar Petursson

Við þökkum stórkostlegar viðtökur

Við þökkum stórkostlegar viðtökur

Okkur langar að þakka viðskiptavinum okkar fyrir hreint út sagt frábærar viðtökur á steyptu handlaugunum frá Kast Concrete Basins en það verður að segjast alveg eins og er að þær hafa farið fram úr væntingum.

Pitch handlaug. Pitch er best seldi baðherbergisvaskurinn okkar árið 2022.

Íslenskir kaupendur eru vissulega kröfuharðir jafnt sem á gæði og stíl og er það í okkar huga alveg deginum ljósara að þá er farið að þyrsta í nýjungar þegar að kemur að hönnun baðherbergisins.

Otto er mest seldi borðstandandi baðherbergisvaskurinn sem við bjóðum upp á árið 2022.

Þessar einstöku steyptu handlaugar koma eins og ferskur og allt-umvefjandi hlýr vindur inn á íslenskan hönnunarmarkað með 26 lita pallettu þar sem hver liturinn er öðrum fegurri.

Nettur og hlýlegur baðherbergisvaskur

Þrátt fyrir þungan efniviðinn færa handlaugarnar okkur ákveðinn léttleika og það er ekki laust við að notaleg nostalgían láti á sér kræla.

Nylo baðherbergisvaksur ber með sér voldugan glæsileik.

Hvort sem að baðherbergið þitt er stórt eða smátt í sniðum þá finnast lausnir sem henta öllum stærðum og gerðum baðherbergja.

Aura pedestal er flaggskipið í línunni enda er hann stór og mikill og krefst athygli.

Í sýningarrými okkar að Óðinsgötu 1 gefur að líta fallegar lita- og efnisprufur sem að unun er að handleika yfir rjúkandi kaffibolla.

Baðherbergisvaskur. Fallegar lita- og efnisprufur eru til staðar í sýningarrými Skekk að Óðinsgötu 1 í Reykjavík.

Fagfólki stendur til boða að fá þessar prufur lánaðar til skamms tíma til þess að auðvelda valið.

Elm baðherbergisvaskur í ríki sínu.

Við viljum vekja athygli á opnunartíma sýningarrýmissins en hann er alla virka daga frá kl. 10:00 - 13:00 og skv. samkomulagi. Panta má tíma í síma 777 2625. Við þökkum kærlega fyrir lesturinn og hafið það gott.

  • Post author
    Gunnar Petursson