s

Blog

  • The Wrong Shop. Tvívíð fegurð fyrir heimilið.
  • Post author
    Gunnar Petursson

The Wrong Shop. Tvívíð fegurð fyrir heimilið.

The Wrong Shop. Tvívíð fegurð fyrir heimilið.

Líkt og falleg húsgögn og skrautmunir sem fegra og bæta heimilið eru myndverkin lykilatriði þegar að kemur að góðri andlegri heilsu. Þau gleðja, næra og upphefja híbýli okkar.

Drawing 12 og 13 eftir hinn heimsþekkta franska hönnuð og listamann, Ronan Bouroullec

Það er okkur því mikið gleðiefni að segja frá því að SKEKK er nú komið í samstarf við The Wrong Shop, framleiðanda hágæða myndverka eftir heimsþekkta hönnuði og listamenn á borð við Ronan og Erwan Bouroullec, Nathalie du Pasquier, Jaime Hayon og Richard Woods.

Animalotèque eftir hinn heimsþekkta Spænska hönnuð Jamie Hayon.

The Wrong Shop sem er hugðarefni breska hönnuðarins og listræna stjórnandans, Sebastina Wrong sérhæfir sig jafnt í árituðum prentverkum í takmörkuðu upplagi (15 - 50) sem og plakötum sem öll eiga það sammerkt að vera sköpuð af mörgum stærstu nafna hins skapandi sviðs, sérstaklega fyrir TWS.

Black Ink 04, Upplag 25 eintök, eftir hinn heimsþekkta franska hönnuð og listamann, Ronan Bouroullec

Verkin fást hvort eð heldur innrömmuð eða óinnrömmuð en þegar kemur að innrömmuðum verkum af þessum gæðum spörum við ekkert til svo frágangur sé allur hinn vandaðasti.

Verk eftir Nathalie du Pasquier í sérsmíðuðum, gegnheilum eikarramma með UV fríu gleri.

Þetta gríðarlega fallega úrval myndverka er því loks fáanlegt á Íslandi og getum við því öll notið sköpunarverka þessa heimsfrægu hönnuða og listamanna.

All Over 3, Upplag 50 stk. eftir hinn heimsþekkta franska hönnuð og listamann Ronan Bouroullec

Þeir hönnuðir og listamenn sem The Wrong Shop hefur nú á snærum sínum eru:

Ronan og Erwan Bouroullec, Nathalie du Pasquier, Jaime Hayon, Richard Woods, Pierre Charpin, George Sowden, Philippe Weisbecker, John Booth, Leanne Shapton, Job Wouters, Rop van Mierlo og Freeling Waters.

Window 04 eftir hinn heimsþekkta breska listamann Richard Woods.

Úrval þeirra verka sem við höfum til taks í sýningarrými okkar að Óðinsgtöu 1 í Reykjavík fer því hægt og rólega stækkandi.

Walrus, upplag 15 stk. eftir hinn þekkta hollenska hönnuð og myndskreyti Rop van Mierlo

Allar nánari upplýsingar varðandi myndverkin sbr. verð, stærðir, innrammanir o.s.frv. veitir Gunnar M Pétursson í síma 777 2625.

Manifesto 03 eftir hina heimsþekktu frönsku listakonu og hönnuð Nathalie du Pasquier

Nokkur dæmi um þessi dásamlegu myndverk fylgja hér fyrir neðan.

Drawing 07. Ronan Bouroullec

Drawing 14. Ronan Bouroullec

Arr eftir Job Wouters

B/W 01, Upplag: 35 stk. eftir George Sowden

Hafið það sem allra best kæru vinir og látið ekki kuldann bíta

  • Post author
    Gunnar Petursson