s

Blog

  • Troels Flensted
  • Post author
    Gunnar Petursson

Troels Flensted

Troels Flensted

Það er með mikilli ánægju sem SKEKK kynnir til leiks nýjasta samstarfsaðila sinn en það er danski hönnuðurinn Troels Flensted. Hönnuðurinn útskrifaðist frá hinum virta Central Saint Martins í London og þrátt fyrir ungan aldur hefur hönnuðurinn náð ótrúlega langt á skömmum tíma.

Tilraunakennd vinnustofa Troels kannar möguleika ólíkrar hegðunar hráefna, lita sem og óhefðbundinna framleiðsluhátta ásamt því að sækja innblástur í fagurfræði og áður óþekkta möguleika sem samþætting á borð við þessa leiðir af sér. Þessi nálgun Troels hefur leitt af sér afar áhugaverð verkefni jafnt fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Frá stofnun vinnustofunnar hafa verk Troels verið sýnd á mörgum hinna virtustu hönnunarsýninga víðs vegar um Evrópu sbr. Dutch Design Week, London Design Festival, May Design Series, Stockholm Design Week til að nefna einungis nokkrar ásamt því að hljóta umfjallanir í fjölda áhrifamikilla hönnunarmiðla sbr. Dazed, Icon, Dezeen, Milk Décoration ofl. ofl.

Troels er sannarlega hönnuður til að fylgjast náið með.

Nú er önnur sending fallegu skálanna úr Poured Collection hönnuðarins komin í hús en sú fyrri stoppaði stutt við. Nú er því um að gera og líta við í vefversluninni www.skekk.com og tryggja sér eintak áður en þessi klárast líka.

Velkominn um borð Troels. Það sannarlega heiður og ánægja að fá að starfa með þér. SKEKK þakkar þér traustið.

  • Post author
    Gunnar Petursson