Bloggið er komið í loftið.
Komiði sælir kæru vinir.
S/K/E/K/K hefur árið 2014 á því að koma nýju bloggi sínu í loftið. Við það tækifæri langar mig að óska viðskiptavinum mínum sem og landsmönnum öllum, bestu óska um gleðilegt nýtt ár með þakklæti fyrir hlýjar móttökur á árinu sem var að líða. Hér á bæ ríkir mikil tilhlökkun til að takast á við nýtt ár. Nýir hönnuðir, íslenskir sem og erlendir koma til með að bætast í hópinn með nýjar og spennandi vörur. Úrval vara frá þeim hönnuðum sem fyrir eru mun einnig að sjálfsögðu aukast. Á þessu bloggi munu birtast fréttir og tilkynningar hvers kyns er viðkemur því sem framundan er hjá S/K/E/K/Kinu.
Þessi færsla verður ekki mikið lengri að sinni en hér fyrir neðan verða látnar fylgja nokkrar myndir af því sem í vændum er á nýju ári.
Doug Johnston
Iacoly & McAllister
Grain
Ladies & Gentlemen
Fort Standard
Futagami
New Friends
Fédération Francaise Du Design
Faux / real
Pat Kim
Milleneufcentquatrevingtquatre
Þetta ásamt mörgu öðru kemur í hús á nýju ári. Fyrsta litla sendingin var að detta í hús. Nánar um það fljótlega.
Kær kveðja
S/K/E/K/K
Continue reading